Það voru áhugasamir áhorfendur sem voru mættir til að virða fyrir sér verk nemenda úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn fyrr í dag, fimmtudaginn 9. maí. Um var að ræða nemendur úr mynlistarvali og verkin sem voru til sýnis voru viðfangsefni þeirra í vetur undir handleiðslu myndlistarkennarans Önnu Margrétar Smáradóttur.
Þema sýningarinnar er Pop List, sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og Bandaríkjanna í kringum 1950. Stefnan var sett fram sem ádeila á list ríka fólksins, þar sem þemað var oft á tíðum landslag og fólk og einungis ,,fína“ fólkið hafði efni. Pop list táknar allt sem er mikið, vinsælt og ,,kitschy“, með dass af kaldhæðni.
Sýningin mun standa út maí og hvetjum við alla til að fara að skoða þessa frábæru sýningu í Galleríinu undir stiganum á Bókasafni Ölfuss. Við óskum þessu unga og efnilega myndlistarfólki innilega til hamingju með sína fyrstu sýningu, af vonandi mörgum!