Þórsarar semja við lykilmenn

Styrmir, Halldór og Ragnar. Á myndina vantar Davíð, Emil og Magnús.

Þórsarar hafa samið við alla lykilmenn liðsins fyrir átök næsta vetrar í Domino’s deildinni.

Þeir Emil Karel, Halldór Garðar, Styrmir Snær, Ragnar Örn, Davíð Arnar og Magnús Breki munu allir spila áfram með Þórsurum á næsta tímabili.

„Það er mikilvægt fyrir deildina að allir strákarnir séu tilbúnir að byggja upp starfið með okkur áfram og er frábært að þeir séu klárir í slaginn,“ segir í tilkynningu Þórsara.

Stjórn Þórs vinnur nú að því að finna nýjan þjálfara liðsins en eins og greint hefur verið frá þá mun Baldur Þór þjálfa Tindastól á næsta tímabili.