Ása Berglind Hjálmarsdóttir hefur verið ráðinn til að sinna tímabundinni stöðu verkefnisstjóra á menningarsviði hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.
Meðal verkefna hennar er undirbúningur og rekstur Hafnardaga, aðkoma að auknu framboði menningarefnis tengt sumardagskrá barna og ungmenna, undirbúningur fyrir móttöku gesta og ýmislegt fleira á sviði mannlífs og menningar í Sveitafélaginu.
Ása Berglind er mörgum kunnug hér í Þorlákshöfn, enda ólst hún hér upp, er í Lúðrasveit Þorlákshafnar og stjórnar Tónum og Trix, tónlistarhóp eldri borgara. Ása er útskrifuð með BA próf úr Listaháskóla Íslands þar sem hún fór svo líka í gegnum MA nám í listkennslu og leggur stund á MA nám í Menningarstjórnun í Háskólanum á Bifröst þessi misserin. Hún hefur víðtæka reynslu í viðburðarhaldi og ýmiskonar stjórnunarstörfum.
Ása Berglind hefur hafið störf nú þegar og er undirbúningur Hafnardaga því hafinn.
Óskum við Ásu Berglindi og Sveitarfélaginu Ölfusi til hamingju með þessa ráðningu.