Digiqole ad

Tveir úr Þorlákshöfn á topp 5 yfir skattakónga Íslands

 Tveir úr Þorlákshöfn á topp 5 yfir skattakónga Íslands

Tveir Þorlákshafnarbúar sitja í fimm efstu sætunum yfir skattakónga Íslands árið 2016 en þetta kemur fram í frétt Kjarnans um málið.

Einar Frið­rik Sig­urðs­son er í öðru sæti listans og greiddi hann 383,9 millj­ónir króna í opin­ber gjöld á síðasta ári. Ármann Einarsson, sonur hans, er síðan í fimmta sæti listans og greiddi hann 159,1 milljón króna í opinber gjöld.

Feðgarnir áttu útgerðarfyrirtækið Auðbjörgu í Þorlákshöfn en fyrirtækið Skinney-Þinganes keypti öll hlutabréf í fyrirtækinu árið 2015.