Ægir og Kári skildu jöfn á Akranesi

Ægismenn mættu Kára á Akranesvelli í áttundu umferð 3. deildarinnar í knattspyrnu í gær. Ekkert mark var skorað í leiknum og endaði hann með 0-0 jafntefli.

Ægismönnum hefur ekki gengið nógu vel í að sækja þrjú stig það sem af er sumri en aftur á móti gert fjögur jafntefli.

Nóg er eftir að mótinu og nú þurfa Ægismenn bara að bretta upp ermar. Næsti leikur Ægis er heimaleikur gegn KF laugardaginn 8. júlí.