Hver á fallegasta garðinn í Ölfusi?

Mynd: Baldvin Agnar Hrafnsson

Fyrirhugað er að veita viðurkenningu fyrir fegurstu garðana í sveitarfélaginu Ölfusi. Sveitarfélagið óskar eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins varðandi fallegasta garðinn, annars vegar í þéttbýlinu og hins vegar í dreifbýlinu.

Óskað er eftir að íbúar Ölfuss komi með tillögur um garða sem vert væri að veita viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og uppbyggingu.

Tilnefningar skulu hafa borist inn til Davíðs Halldórssonar umhverfisstjóra, david@olfus.is eða í síma 899-0011 fyrir lok júlí 2017.

Viðurkenningar verða veittar á Hafnardögum í ágúst.