Risakaup hjá Skinney-Þinganes

audbjorg_einarFyrirhuguð kaup Skinneyjar-Þinganes á Auðbjörgu hefur mikið verið í umræðunni í sveitarfélaginu í þessari viku. Auðbjörg hefur verið rekið af Einar Sigurðssyni í 41 ár en hann er orðinn 73 ára og að hans sögn þá er þetta besti kosturinn í stöðunni en þetta sagði hann í viðtali við fréttavefinn Stundina þegar hann var spurður út í söluna á fyrirtækinu.

Auðbjörg er fjölskyldufyrirtæki sem er skráð fyrir um það bil  0,4% af heildar kvótanum eða um 1.900 þorsk­ígildistonnum. Ef af sölunni verður þá mun Skinney-Þinganes verða fjórða stærsta útgerð landsins svipuð af stærð og Vinnslustöðin og Ísfélagið í Vestmannaeyjum en þetta kemur fram í fréttaskýringu Stundarinnar. Það er því ljóst að kaupin á Auðbjörgu eru risakaup.

Í tilkynningu frá Skinney-Þinganes og Auðbjörgu þá er gert ráð fyrir að áfram verði gert út frá Þorlákshöfn.

 „Auðbjörg er ansi skuldsett útgerð og var eigið fé fyrirtækisins – eignir mínus skuldir – neikvætt um ríflega 1100 milljónir króna í lok árs 2013. Þá voru eignir Auðbjargar nærri 1360 milljónir króna og skuldirnar námu ríflega 2500 milljónum króna. Einar segist aðspurður ekki vilja gefa upp hvort hann ákveði að selji fyrirtækið út af skuldsetningu þess. „Við erum ekkert að tilkynna það eitt né neitt hvort þetta er út af skuldum eða annað. […] Við viljum bara fá aflraunafyrirtæki að þessu. Þetta er bara einfalt. Okkur vantar heimildir,“ segir Einar Sig. í viðtali við Stundina og vísar þar til aflaheimilda.

Einar sagðist ekki vita hve mikill hagnaður yrði af sölunni enda er ekki búið að ganga endanlega frá þessu. Stundin reiknar sér þó til að söluverðið sé töluvert og að viðskiptin verði eigendum mjög arðbær.

„Miðað við að söluverð á þorskígildiskílói er á milli 2.500 og 2.800 krónur á markaði þá gæti söluverð Auðbjargar numið á milli tæpra og rúmra 5 milljarða króna. Eftir að hafa greitt niður skuldir Auðbjargar þá gætu eigendur fyrirtækisins haldið eftir á milli 2 og 2,5 milljörðum króna eftir viðskiptin. Afar ljóst er því að viðskiptin eru afar arðbær fyrir eigendurna.“ En þetta kemur fram í frétt Stundarinnar.

Hafnarfréttir vilja ítreka að upplýsingar um söluverð eru einungis getgátur og ekki öruggt að þær standist. Fréttina má nálgast í heild á vefnum www.stundin.is.