Fyrsta skóflustungan tekin að nýju fjölbýli

Í seinustu viku tók Elliði Vignisson fyrstu skóflustunguna að nýju fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn og eru gatnaframkvæmdir komnar á fullt.

Um er að ræða mjög hagkvæmar íbúðir en verðin á íbúðunum er 14,6 milljónir króna. Íbúðirnar eru um 54 fermetrar, tveggja herbergja og afhendast með innréttingum og tækjum.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Fasteignasölu Suðurlands.