Eins og Hafnarfréttir greindu frá í gær verður mikið um að vera á sjómannadaginn í Þorlákshöfn á sunnudaginn en þar á meðal er sjóboðsundkeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir skora á hvort annað að taka þátt.
Leikskólinn skoraði í gær á grunnskólann sem að sjálfsögðu tók áskoruninni og nú skorar grunnskólinn á bæjarskrifstofuna til að taka þátt og skrá þriggja manna lið til leiks. Heyrst hefur einmitt að bæjarstjórinn okkar hafi nýlega reynslu af sjósundi í Þorlákshöfn.
Bæjarskrifstofan er síðan hvött til þess að skora á annað fyrirtæki í bæjarfélaginu til að taka þátt í keppninni.