Eins og lesendur Hafnarfrétta eru sjálfsagt orðnir meðvitaðir um þá er hluti af sjómannadagskrá björgunarsveitarinnar sjó-boðsunds keppni þar sem fyrirtæki í bænum mynda þriggja manna lið og keppa sín á milli í sjósundi.
Starfsfólk leikskólans var fyrst til þess að mynda lið og skoraði á starfsfólk grunnskólans að gera slíkt hið sama. Það stóð ekki á því og í gær skoraði starfsfólk skólans á bæjarskrifstofuna að mynda lið. Tilkynning var að berast Hafnarfréttum um að lið undir forystu bæjarstjórans væri nú tilbúið og skora þau á starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar að setja saman lið. Nú verður spennandi að fylgjast með því hversu fljót þau verða að mynda þriggja manna lið og skora á annað fyrirtæki í bænum.