Tónlistarkonan Guðrún Gunnarsdóttir kemur fram á Hendur í höfn laugardagskvöldið 7. september ásamt einvala liði hljóðfæraleikara.
Mér fannst svo spennandi að vera í þessu húsnæði og þessari stemmningu sem Dagný er búin að koma upp í Hendur í Höfn. Það myndast svo skemmtileg stemmning í svona rými þar sem gestir og tónlistarmenn eru þétt saman. Mér finnst gaman að spjalla við gestina milli laga svo þetta verður svo persónulegt og skemmtilegt
Sagði Guðrún í viðtali við sunnlenska.is þar sem hún bætti einnig við:
Ég hlakka mikið til og lofa skemmtilegu kvöldi. Tónleikarnir verða skemmtileg blanda af góðri tónlist og góðum textum, úr ýmsum áttum, gamalt og nýrra efni. Svona bland í poka af því sem ég hef verið að syngja undanfarna áratugi
Miðasalan er á midi.is og borðapantanir á hendurihofn@hendurihofn.is eða í síma 4833440.