Jónas Sig frumsýnir nýtt tónlistarmyndband í Þorlákshöfn

Á morgun, laugardaginn 7. september, mun Jónas okkar Sigurðsson frumsýna nýtt tónlistarmyndband í Ráðhúsinu kl. 12.
Um er að ræða tónlistarmyndband við lagið Höldum áfram sem tekið var upp í Skötubótinni og er myndin hér að ofan frá upptökunum.
Allir eru boðnir velkomnir eins og Jónas segir í viðburði á facebook:

Á laugardaginn ætla ég að setja út í kosmósið tónlistarmyndband við lagið Höldum áfram af plötunni Milda hjartað.
Að því tilefni langar mig að bjóða í frumsýningarpartý í hádeginu á laugardaginn í mínum gamla heimabæ, Þorlákshöfn. Myndbandið var einmitt tekið upp í fjörunni í Þorlákshöfn við frekar vafasamar aðstæður svo ekki sé meira sagt, en Björgunarsveitin Mannbjörg sá til þess að þetta fór allt saman vel fram á meðan við Tommi skemmtum okkur konunglega!
Það er Bernhard Kristinn Photography sem á heiðurinn að upptöku og myndvinnslu.

Hittumst kl. 12 í ráðhúsinu í Þorlákshöfn, fljótandi veitingar í boði og allir velkomnir!