Bændaglíma GÞ verður haldin laugardaginn 28. september kl. 11.00. Allir kylfingar verða ræstir út á sama tíma (fljótlega eftir 11.00 þegar búið er að skipta í lið). Keppnisfyrirkomulagið er þannig að skipt er í tvö lið sem tveir bændur stýra og leikið verður eftir þrennu mismunandi fyrirkomulagi.
Fyrstu 6 holurnar verður leikið eftir fjórmennings fyrirkomulagi. Næst 6 holur leikum við Texas scramble og síðustu 6 holurnar leikum við tvímenning. Fyrirkomulag nánar útskýrt á staðnum. Mikil stemning hefur skapast á þessum mótum og spennan ætti að vera í hámarki núna þar sem við ætlum að leika inn á nýjar brautir eftir því fyrirkomulagi sem völlurinn verður á næsta ári.
Allir velkomnir, bæði meðlimir GÞ sem og gestir. Mótsgjald 5000 kr. og innifalið (hamborgari og gos/bjór) í mótslok.
Skráning á www.golf.is og gott að kylfingar skrái sig til að hægt sé að gera ráð fyrir veitingum.