Digiqole ad

Gróðursetningardagur á laugardaginn

 Gróðursetningardagur á laugardaginn

Skógræktarfélagið stefnir að öðrum gróðursetningardegi haustsins laugardaginn 28. september kl 10.00. Við heyrðum í formanni Skógræktarfélags Þorlákshafnar og Ölfuss, Hörnn Guðmundsdóttir og gefum henni orðið:

Skógræktarfélagið hefur verið starfrækt í nokkur ár og höfum við gróðursett á hverju ári um ca 4000 plöntur en mest um 10000. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað þetta er að takast vel. Elstu gróðursetningarnar og lúpínan veitir minni plöntur sljól. Það er frábært að sjá greni, birki og aspir teigja sig upp úr lúpínuninni, gróskilegar og fallegar. Furan sem vex upp á rýrara landi gefur okkur von um að í framtíðinni getum við boðið bæjarbúum að koma og kaupa sér íslenskt jólatré í heimabyggð.

Mig langar að hvetja fólk að fá sér göngu eða hjólatúr upp að svæðin og skoða sig um og sjá hvað er að gerast á svæðinu. Einnig vil ég hvetja fólk að koma og taka þátt í þessu gefandi starfi. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að börnum finnst ótrúlega gamana að koma og taka þátt.
Eftir gróðursetninguna ætlum við að bjóða upp á alvöru skógarkaffi, kakó og kleinur og ef þurrt verður bökum við lummur yfir eldi. Hægt er að fylgjast með starfsemi skógræktarfélagsins á fésbókarsíðu Skógræktarfélag Þorlákshafnar og Ölfuss.

Nú á haustdögum verður haldinn aðalfundur og boðið upp á kynningu á fleiri verkefnum á Hafnarsandi þar á meðal því frábæra verkefni Þorláksskógar. Fundurinn verður auglýstur síðar.