Körfucastið: Nýtt hlaðvarp í umsjón þriggja Þorlákshafnarbúa

Nú í dag fór í loftið nýr hlaðvarpsþáttur sem ber heitið Körfucastið og er unnin í samstarfi við Áttan miðlar. Þáttastjórnendurnir eru þrír Þorlákshafnarbúar, þeir Sindri Freyr Ágústsson, Axel Örn Sæmundsson og Heiðar Snær Magnússon.

Körfucastið mun fjalla um Domino’s deildir karla og kvenna og verður hann vikulega. Hægt er að finna þættina á Spotify ef leitað er að “Körfucastið” og einnig er hægt að finna strákana á Facebook undir sama nafni.

Þættirnir munu birtast eftir hverja umferð á flestum hlaðvarpsveitum. Hafnarfréttir mæla með þessum skemmtilega þætti hjá strákunum.

Hér að neðan má hlusta á fyrsta þáttinn, sem er upphitunarþáttur fyrir Domino’s deild karla.

https://open.spotify.com/episode/3DTGmc4ZOuwVF8hmpAOVsV