Ævintýralegir tónleikar á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. september verður ævintýraleg stemning á Hendur í höfn þegar Valgerður Guðnadóttir og Felix Bergsson syngja lögin úr teiknimyndunum.

Þau eiga það sameiginlegt að hafa ljáð mörgum af þekktustu teiknimyndapersónunum raddir sínar og hafa því lengi verið fastagestir á heimilum landsmanna.
Þeim til halds og trausts verður píanóleikarinn Vignir Stefánsson

Aðstandendum tónleikanna langar að hvetja foreldra til að leyfa börnunum að klæða sig upp í prinsessukjóla og ævintýrafötin sín og taka þannig þátt í að skapa sína eigin upplifun. Fullorðnir mega að sjálfsögðu líka klæða sig upp!

Tónleikarnir hefjast kl. 15 og nauðsynlegt er að kaupa miða í forsölu en miðasalan er á midi.is og borðapantanir eru á hendurihofn@hendurihofn.is