Vincent Bailey til liðs við Þór – Omar Sherman á heimleið

Þór Þorlákshöfn hefur sagt upp samningi sínum við bandaríska leikmanninn Omar Sherman og í hans stað hefur liðið samið við Vincent Bailey, 28 ára Bandaríkjamann.

Bailey er 196 cm framherji sem lék á síðustu leiktíð með Boncourt í efstu deild í Sviss. Fyrir hafði hann meðal annars leikið í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg.