Digiqole ad

Þórsarar unnu Icelandic Glacial mótið

 Þórsarar unnu Icelandic Glacial mótið

Þórsarar eru Icelandic Glacial-móts meistarar eftir 89-79 sigur á Njarðvík í kvöld. Bæði lið enduðu með tvo sigra en Þór vann mótið á innbyrðis viðureign liðanna.

Halldór Garðar átti frábæran leik og skoraði 30 stig. Styrmir Snær og Vladimir Nemcok bættu við 13 stigum. Marko Bakovic skoraði 12 stig og Ragnar Örn 11. Davíð Arnar var með 7 stig og Ísak Júlíus skoraði 3.