Einn sigur og eitt tap hjá Þórsurum – síðasti leikurinn á morgun

Tveir leikdagar eru búnir af Icelandic Glacial mótinu í körfubolta sem fram fer í Þorlákshöfn um helgina.

Þórsarar töpuðu fyrsta leik mótsins gegn Fjölnismönnum á miðvikudaginn en í gærkvöldi unnu þeir góðan sigur á Grindavík 93-81. Marko Bakovic var stigahæstur Þórsara með 26 stig og 17 fráköst. Davíð Arnar skoraði 15 stig, Ragnar Örn 13, Omar Sherman 12, Halldór Garðar 11, Vladimir Nemcok 10, Styrmir Snær 4 og Ísak Júlíus setti 2.

Þór mætir Njarðvík á morgun í síðasta leik mótsins klukkan 20.