Icelandic Glacial mótið hefst í dag

Hið árlega Icelandic Glacial mót í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Ásamt heimamönnum í Þór þá taka þátt í mótinu Fjölnir, Grindavík og Njarðvík.

Þór mætir Fjölni klukkan 18:00 í fyrsta leik mótsins í dag og klukkan 20:00 mætast Grindavík og Njarðvík.

Leikdagar eru 18., 20., og 22. september og má sjá dagskrána hér að neðan.

Aðgangseyrir hvern dag er 1.500 kr. en krakkar í grunnskóla fá frítt inn. Þórsarar vilja minna stuðningsmenn Þórs á að hægt verður að skrá sig í stuðningsmannaklúbbinn og fá þannig frítt á leiki mótsins.