Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurlandið á morgun, laugardaginn 4. janúar milli klukkan 8 og 15.
„Suðaustan stormur eða rok 18-25 metrar á sekúndu með snjókomu og síðan slyddu. Lélegt skyggni og akstursskilyrði slæm. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 metra á sekúndu, einkum undir Eyjafjöllum. Hægari vindur og úrkomuminna í uppsveitum.“ Segir á vef Veðurstofunnar.
Búast má við samgöngutruflunum og fólki bent á að sýna varkárni og fresta ferðalögum fram yfir gildistíma viðvöruninnar.