Jerome Frink með Þórsurum á nýju ári

Nýr Bandarískur leikmaður er genginn til liðs við Þórsara í Domino’s deildinni í körfubolta. Kappinn heitir Jerome Frink og mun hann fylla skarð Vincent Bailey sem kvaddi liðið fyrir jól.

Jerome Frink er 26 ára kraftframherji og er 201 cm á hæð. Hann lék síðast í Dóminíska lýðveldinu með Domingo Paulino Santiago. Þá var Jerome Frink liðsfélagi Martins Hermannssonar og Elvars Friðrikssonar í bandaríska háskólaboltanum með LIU Brooklyn á árunum 2015-2018.

Fyrsti leikur Þórs árið 2020 er á sunnudaginn þegar liðið mætir Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ klukkan 20:15 en þar mæta þeir einmitt fyrrum samherja, Nikolas Tomsick, sem sló rækilega í gegn með Þórsurum á síðasta tímabili.