Sebastian Mignani til liðs við Þórsara

Þórsarar hafa samið við leikstjórnandann Sebastian Mignani um að leika með liðinu í Domino’s deildinni í körfubolta.

Sebastian sem er 29 ára gamall hefur tvöfalt ríkisfang, argentískt og ítalskt, og hefur hann spilað í efstu og næst efstu deildunum í Argentínu á sínum atvinnumannaferli. Síðast lék hann með liðinu Deportivo Viedma Rio Negro.

Sebastian hefur verið að skora frá 8 stigum og upp í 15 stig að meðaltali síðustu leiktíðir auk þess að skila i kringum 3-5 stoðsendingum á leik.