Þrengsli og Hellisheiði lokuð

Vegirnir um Þrengsli og Hellisheiði eru lokaðir vegna veðurs en suðaustan stormur eða -rok með úrkomu gengur yfir allt landið í dag.

Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s.

Hríðarviðvaranir eru í gildi á öllu landinu fyrir daginn en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til kl. 15:00 í dag. Hlánar hratt síðdegis svo æskilegt að huga að niðurföllum svo vatn eigi greiða leið burt.