Sigríður Kjartansdóttir, eða Sigga Kjartans eins og hún er gjarnan kölluð er Ölfusingur vikunnar. Hún hefur búið í Þorlákshöfn alla ævi og er meðal annars órjúfanlegur hluti af Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt manni sínum Gesti Áskelssyni. Þau hafa verið með frá stofnun Lúðrasveitarinnar, sem á einmitt afmæli um þessar mundir og er orðinn 36 ára gömul. Gefum Siggu orðið.
Fullt nafn:
Sigríður Kjartansdóttir
Aldur:
48 ára
Fjölskylduhagir:
Gift Gesti Áskelssyni og við eigum 2 dætur þær Kristrúnu og Bergrúnu.
Starf:
Tónlistarkennsla og bókhald.
Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?
Alla ævi.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Kjöt í karrý væri efst á listanum þar.
Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?
Ég fremur en þú eftir Jojo Moyes
Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?
The Intouchables
Hvað hlustar þú mest á?
Ég hlusta á fjölbreytta tónlist tengda minni vinnu og einnig hef ég alltaf haft gaman af Bruce Springsteen.
Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi?
Elska Þorlákshöfn en Selvogur er klárlega í miklu uppáhaldi þar sem ég hef átt margar góðar stundir frá því ég var lítil stelpa. Fallegur og friðsæll staður.
Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?
Þá fer ég í góðan göngutúr, helst í góðum félagsskap og hundurinn minn hann Skuggi fær að fara með. Einnig kem ég alltaf kát af lúðrasveitaræfingu með lúðralúðunum mínum.
Hver er þín helsta fyrirmynd?
Móðuramma mín Guðbjörg var mikil fyrirmynd. En ég fæddist á hennar heimili í Varmadal á Rangárvöllum.
Hvaða lag fær þig til að dansa?
Walk of life með Dire Straits.
Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?
Það þarf nú lítið til þess að ég fái ryk í augun en þær aðstæður tengjast mínum dætrum og maka.
Hvað elskar þú við Ölfus?
Hafið sem ég horfi daglega á út um eldhúsgluggann minn og gott fólk sem mér þykir vænt um.
Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?
Okkur vantar helst hjúkrunarheimili.
Hver er uppáhalds æskuminningin þín?
Góðar stundir í sveitinni og einnig útilegur.
Hvert dreymir þig um að fara?
Þessa dagana er Ungverjaland efst í huga.
Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?
Njótum dagsins og lífsins. Eins og stendur í texta eftir Braga Valdimar Skúlason “Því morgni eftir orðinn dag, enginn gengur vísum að”
Hvað er framundan hjá þér?
Standa mig vel í þeim verkefnum sem framundan eru tengd leik og starfi. Hlakka til að ferðast til Belgíu og Ítalíu í vor.
Eitthvað að lokum?
Verum jákvæð. Það er svo miklu betra.