Fimm einstaklingar í Sveitarfélaginu Ölfusi eru núna í einangrun þar sem þeir eru annaðhvort með staðfest COVID-19 smit eða bíða niðurstöðu sýnatöku. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Aðgerðarstjórn almannavarna Lögreglustjórans á Suðurlandi í dag.
Fjórir þessara einstaklinga eru búsettir í Þorlákshöfn og sá fimmti er í dreifbýli Ölfuss. Þá eru 26 einstaklingar í Ölfusi í sóttkví, þar af 16 í Þorlákshöfn og 10 í dreifbýli Ölfuss.