Hvalreki við Hafnarnesvita

Í fjörunni við Hafnarnesvita liggur nú hvalur sem hefur drepist og rekið upp í fjöruna. Kunnugir telja að hér sé um að ræða unga hrefnu, um 6 – 7 metrar á lengd.

Samkvæmt Vísindavefnum er Hrefnan er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala, en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgrár á baki og síðum. Hyrna hennar er tiltölulega há og aftursveigð og eru bægslin löng og mjó og oft má sjá hvíta rák á þeim. Kviðskorur hrefnunnar eru 50-70 talsins og er hún skíðishvalur líkt og aðrar tegundir ættarinnar. Skíðin ganga niður úr efri kjálka og eru yfirleitt á bilinu 230 – 360 talsins.Hrefnan er minnst hvala af reyðarhvalaætt. Fullorðin dýr eru venjulega um 7-11 metrar á lengd og 6-10 tonn að þyngd. Við burð eru kálfarnir um 3 metrar á lengd og 200 kg að þyngd.

UPPFÆRT: ÞESSI FRÉTT VAR APRÍLGABB HAFNARFRÉTTA