Hrímgrund ehf. átti lægsta tilboðið í viðbyggingu við Níuna að Egilsbraut 9. Tilboðin í viðbygginguna voru kynnt á fundi Framkvæmda- og hafnarnefndar Ölfuss í síðustu viku en um er að ræða fyrsta hluta nýrra þjónustuíbúða fyrir aldraða sem byggðar verða við Níuna eins og sést á þrívíddarteikningunni hér að neðan.
Tilboð Hrímgrundar var 142.422.413 kr. og var það tæpum 30 milljónum undir kostnaðaráætlun sveitarfélagsins sem var 172.164.939 kr. „Nefndin samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda svo fremi sem ekkert óvænt komi upp á við frekari vinnslu málsins,“ segir í fundargerðinni.
Tvö önnur tilboð voru undir kostnaðaráætlun. Pálmatré ehf. gerði tilboð uppá 169.809.205 kr. og frávikstilboð Hraunbakka ehf. var 170.900.000 kr., þar sem timburgrind yrði notuð í stað steyptra veggja.
Önnur tilboð í viðbygginguna voru yfir kostnaðaráætlun en öll tilboðin má sjá hér að neðan.
- Hrímgrund ehf. 142.422.413 kr.
- HK Verk ehf. 193.933.291 kr.
- Pálmatré ehf. 169.809.205 kr.
- Tré og straumur ehf. 188.806.427 kr.
- Alefli ehf. 179.422.314 kr.
- Arnarhvoll ehf. 198.836.095 kr.
- Hraunbakkar ehf. 180.900.000 kr.
- Og Synir/ofurtólið ehf. 178.645.577 kr.
- Frávikstilboð Hraunbakkar ehf. (Timburgrind í stað steyptra veggja) 170.900.000 kr.