Einstaka kylfingar hafa leikið golf í leyfisleysi á lokuðum Þorláksvelli

Eitthvað hefur verið um að einstaka kylfingar hafa verið að leika golf á Þorláksvelli í leyfisleysi en golfvöllurinn er lokaður vegna mikillar smithættu af völdum COVID-19 veirunnar.

„Það er mjög mikilvægt að við leggjumst á árarnar með öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi við að reyna að takmarka útbreiðslu COVID-19 veirunnar,“ segir í tilkynningu frá Golfklúbbi Þorlákshafnar.