BMX brós, hjólakeppni, Gerifuglarnir og Dónadúettinn í Hamingjunni í dag

Hamingjan við hafið fer af stað með miklum krafti en eins og áður hefur komið fram stendur hún yfir í allt sumar með viðburðum alla fimmtudaga og laugardaga til 9. ágúst.

Í dag koma BMX brós fram við Hafnarnesvita kl. 18 og eru fjölskyldur og vinir hvattir til að hjóla saman þangað, jafnvel með eitthvað gott nesti og njóta þess að sjá snillingana í BMX brós sýna listir sínar.

Þá verður hjólakeppni á Suðurstrandarvegi í kvöld og geta áhugasamir hvatt keppendur áfram og fylgst með.

Hljómsveitin Geirfuglarnir

Eins og glöggir hafa séð er búið að reisa heljarinnar tjald við Meitilinn en þar verður Pop up partý með hljómsveitinni Gerifuglunum og Dónadúettinum sem er skipaður þeim Dr. Kalla og Hr. Ottó. Tónleikar hefjast kl. 21.

Dónadúettinn