Þann 9. desember næstkomandi mun Ölfus Cluster standa fyrir vefráðstefnu undir yfirskriftinni Örþing, landeldi.
Gríðarleg aukning verður á laxeldi á komandi áratug og spáir forstjóri Akva Group að fjárfestingar í landeldi næsta áratuginn muni nema nærri ISK 2500 milljörðum og framleiðslan ná 800 þúsund tonnum á ári 2030. Samkeppnishæfni landeldis mun aukast á sama tíma þar sem leyfi fyrir sjókvíaeldi verða torsóttari og dýrari. Íslendingar eiga óviðjanfnanleg tækifæri í eldi á landi.
Örþingið verður sem sagt að þessu sinni eingögnu á netinu og gert aðgengilegt á fésbókarsíðu Ölfus Cluster. Örþingið hefst klukkan 17:00 miðvikudaginn 9. desmeber.
Þingið er opið en þátttakendur eru beðnir um að skrá þáttöku með því að senda tölvupóst á netfangið pmj@olfus.is með upplýsingum um nafn, fyrirtæki og hlutverk innan fyrirtækis.