Sjálfstæðisflokkurinn vann í gær sigur í Sveitarfélaginu Ölfusi og verður áfram með hreinan meirihluta í sveitarfélaginu. Flokkurinn fékk 669 atkvæði eða 55,9% og fjóra menn kjörna, eins og í síðustu kosningum.
Framfarasinnar fengu 381 atkvæði, 30,5% og tvo menn kjörna og Íbúalistinn fékk 171 atkvæði, 13,7% og einn mann kjörinn.
Kjörsókn í Ölfusi var 70,1% en alls kusu 1.251.
Bæjarstjórn Ölfuss verður þannig skipuð:
(D) Gestur Þór Kristjánsson
(D) Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir – kemur ný inn
(D) Grétar Ingi Erlendsson
(D) Erla Sif Markúsdóttir – kemur ný inn
(B) Hrönn Guðmundsdóttir – kemur ný inn
(B) Vilhjálmur Baldur Guðmundsson – kemur nýr inn
(H) Ása Berglind Hjálmarsdóttir – kemur ný inn