Baldur Þór, Astaja Tyghter og Daniel Mortensen best

Baldur Þór Ragnarsson var valinn þjálfari ársins á verðlaunahófi KKÍ sem fram fór í Laugardalnum í dag en hann fór með Tindastól í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Þá voru Daniel Mortensen og Astaja Tyghter valin bestu erlendu leikmenn tímabilsins. Astaja Tyghter var frábær með liði Hamars/Þórs í 1. deildinni og Daninn Daniel Mortensen var algjör lykilmaður í liði Þórs.