Sterkur útisigur Ægismanna

Ægismenn unnu sterkan útisigur gegn Reyni í Sandgerði í 2. deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 0-2.

Brynjólfur Þór Eyþórsson kom Ægismönnum yfir á 26. mínútu leiksins og var staðan 0-1 Ægismönnum í vil í hálfleik.

Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en á 88. mínútu en þá fengu Ægismenn vítaspyrnu. Cristofer Moises Rolin skoraði af öryggi úr vítinu og tryggði Ægismönnum stigin þrjú.

Eftir þrjá leiki hafa Ægismenn unnið 2 leiki og gert eitt jafntefli og með sigrinum í kvöld fór liðið upp í 1.-2. sæti deildarinnar ásamt Völsungi.

Næsti leikur Ægismanna er gegn KFA á laugardaginn eftir viku.