Dagskráin í dag er fjölbreytt og fyrir alla aldurshópa.
Klukkan 13 verður háspennubíó í Frístund fyrir 1.-4. bekk.
Kökukeppni nemenda verður í grunnskólanum og er næsta víst að margir hafa staðið í bakstri fyrir þessa keppni í gær til að búa til hræðilegustu Þollóweenkökuna.
Klukkan 18 er svo komið að dagskrárliðnum Grafir og bein. Þessi viðburður er hugsaður fyrir þau yngstu. Komið með vasaljós og leitið að beinum í Skrúðgarðinum og komið þeim fyrir í réttri gröf.
10. bekkur stendur svo fyrir draugahúsi í skólanum frá kl. 17:30-18:30 fyrir nemendur í 4.-6. bekk og síðan verður draugahús og draugabíó fyrir eldri nemendur í 7.-9. bekk milli kl. 19:21. Um er að ræða fjáröflun fyrir 10. bekk.