Þollóween – dagskrá miðvikudagsins

Það verður heldur betur nóg um að vera í allan dag og fram á kvöld. Klukkan 16 koma furðusagnaöfundarnir Kristín Björg Sigurvinsdóttir og Rebekka Sif Stefánsdóttir í heimsókn á Bæjarbókasafnið og lesa upp úr sögum sem þær hafa skrifað. Viðburðurinn er fyrir 10 ára og eldri og allir hvattir til að mæta.

Í kvöld klukkan 18 er flóttaherbergi (Escape Room) fyrir 5.-9. bekk. Nauðsynlegt er að panta tíma í síma 771-9102. Gert er ráð fyrir 4-8 í hóp. Aðgangseyrir er kr. 500.

Miðlarnir Valgerður Bachman og Jón Lúðvíks frá Sálarrannsóknafélagi Íslands verða með skyggnilýsingu í Versölum kl. 20. Húsið opnar kl. 18:30 með kaffisölu og spjalli og kl. 19:55 er öllum smalað inn í sal og skellt í lás. Miðaverð er kr. 2500 og það er posi á staðnum. Það verða sæti fyrir allt að 100 manns svo það borgar sig að mæta snemma.

Missið ekki af þessum frábæru viðburðum.

Hér eru nokkrar myndir frá gærdeginum.