Vinnie Shahid til liðs við Þór Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn hefur samið við bakvörðinn Vinnie Shahid um að spila með liðinu. Shahid spilaði síðast í NM1 í Frakklandi og þar var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Hann spilaði í tvö ár fyrir North Dakota State University.