Jólasýning Fimleikadeildar Þórs

jólasýning

Árlega jólasýning Fimleikadeildarinnar fór fram þann 17. desember síðastliðin þar sem þemað í ár var ævintýrið Encanto. Mikil vinna og mikill metnaður var lagður í sýninguna sem var í undibúningi í margar vikur fyrir sýngardag og gekk vonum framar. 

Hver hópur í deildinni fékk sinn karakter úr ævintýrinu Encanto og var tilhlökkun gríðarlega mikil hjá bæði iðkendum og þjálfurum.

Elsti hópur deildarinnar, 2. flokkur sem samanstendur af stúlkum í 8. og 9. bekk fengu það hlutverk að leika aðalhlutverk í sýningunni sem felst í því að leika karakterana í ævintýrinu ásamt því að sýna glæsileg stökk. Þær stóðu sig virkilega vel en gaman er einnig að segja frá því að þær tóku sig til og saumuðu falleg pils á aðalkaraktera sjálfar. Hóparnir æfðu atriði sín í langan tíma en Arna Björg samdi og kom að atriðum sýngarinnar ásamt aðstoð frá þjálfurum deildarinnar. Einstaklega vel uppsett atriði sýndu sig svo með frábærum árangri á sýningardegi.

Gríðarlega mikil vinna er lögð í búninga sem hver og einn iðkandi í hverjum hóp klæðist enn allir búningar eru útbúnir af þjálfurum ár hvert. Einnig er lögð mikil vinna í leikmyndina sem lýsir upp salinn en það var hún hæfileikaríka Sirrý Fjóla sem sá um leikmyndina þar sem hún teiknaði og málaði upp ævintýrið Encanto einstaklega vel. Hún fékk þó góða hjálp frá stúlkunum í 2. flokki sem aðstoðuðu við að mála falleg blóm sem þær síðan skreyttu fimleikasalinn með sem var glæsilegt. Sagan var skrifuð af Ásdísi Birtu yfirþjálfara sem Ingibjörg Aðalsteinsdóttir las svo upp á sýningu. 

Loks var komið að sýningardegi sem allir voru orðnir spenntir fyrir en veðrið í höfninni var þó ekki að vinna með deildinni þennan daginn. Þjálfarar, stjórn og iðkendur héldu af stað fótgangandi í undirbúning snemma morguns 17. desember þar sem allar götur voru ófærar. Eftir mikla vinnu í margar vikur var ákveðið að halda okkar striki og halda sýninguna einungis með örlitlum frest fram á dag. 

Sýningin gekk stórkostlega og iðkendur sem og þjálfarar einstaklega ánægðir með daginn. 

Stjórn og yfirþjálfari Fimleikadeildar Þórs þakkar öllum þjálfurum og iðkendum fyrir frábæra sýningu og óskar öllum gleðilegrar hátíðar.