Dagur Norðurlanda
Dagur Norðurlanda er 23. mars nk. og af því tilefni langar okkur, í stjórn Norræna félagsins í Ölfusi, að kynna félagið.
Norræna félagið í Ölfusi var stofnað 16. maí 1991 og hefur starfað allar götur síðan.
Markmið og stefna
Markmið og stefna félagsins er að efla tengsl milli vinabæja, miðla menningu og þekkingu þeirra á milli. Félagið stendur fyrir nokkrum viðburðum á árinu eins og gróðursetningu, Jónsmessuhátíð, menningarferð, norrænni bókmenntaviku og jólakvöldvöku.
Vinabæir
Norræna félagið í Ölfusi er í vinabæjakeðju með Moss-Rygge í Danmörku, Vimmerby í Svíþjóð og Tönder/Skærbæk í Danmörku.
Vinabæjamót er haldið á tveggja ára fresti og skiptast vinabæirnir á að halda mótið. Í sumar fóru 12 félagar á Vinabæjamót í Skærbæk í Danmörku. Næsta vinabæjamót verður haldið í Vimmerby í Svíþjóð 2024.
Á síðastliðnu ári gengi 14 félagar í Norræna félagið í Ölfusi og eru félagsmenn orðin 56. Félagið er opið öllum.
Stjórn félagsins
Stjórn félagsins var kosin á aðalfundi 14. mars sl. og hana skipa:
Sigríður Guðnadóttir formaður, Ásta K. Jensdóttir ritari, Ásta Margrét Grétars Bjarnadóttir gjaldkeri.
Varastjórn: Bettý Grímsdóttir, Erling Sæmundsson, Ingólfur Arnarsson og Sesselja Pétursdóttir.