Góður árangur á bikarmóti í fimleikum

Fimleikadeild Þórs sendi frá sér tvö lið til keppni á Bikarmóti í hópfimleikum sem fór fram í Gerplu í Kópavogi helgina 4.-5. mars. 

Stúlkurnar í 3. flokki mættu til keppni laugardaginn 4. mars þar sem þær keppa í A deild. Stúlkurnar unnu sér inn þann glæsilega rétt að keppa í A deild á haustmóti á Egilstöðum þar sem þær sýndu frábærar framfarir og flottar æfingar. A deild er gríðarlega sterkur flokkur stúlkna og jafnframt bestu lið Íslands sem keppa í eftirfarandi flokki. Stúlkurnar bættu sig heilmikið á áhöldum frá síðasta móti og sýndu þær mikil framför og bætingar. Gaman er að segja frá því að þær eru 7. besta lið í gólf æfingum á Íslandi í sínum flokki, glæsilegur árangur hjá þeim í 3. flokki hópfimi. 

Því næst var komið að 2. flokki Þórs sem hélt til keppni sunnudaginn 5. mars með mikið keppnisskap tilbúnar í stranga keppni. Þær keppa í stökkfimi eldri og voru 10 lið skráð til keppni. Stúlkurnar bættu sig gríðarlega mikið frá seinasta móti á fíbergólfi og trampólíni og gerðu sér lítið fyrir og unnu trampólín með hæstu einkunn af öllum liðum. Því eru þær nýkrýndir bikarmeistarar á trampólíni með glæsilegum æfingum. 

Fimleikadeildin óskar þessum flottu liðum til hamingju með glæsilegan árangur á bikarmóti og hlakkar til að fylgjast með framhaldinu hjá deildinni. Næstu mót á dagskrá er Íslandsmót hjá 3. flokki hópfimi og 2. flokki sem fer fram helgina 28-29 apríl og þar á eftir keppa liðin okkar í 4. og 5. flokk sem og 3. flokk stökkfimi og 4. flokk stökkfimi helgina 13-14 maí. 

A group of women wearing leotards and posing for a photo

Description automatically generated with medium confidence

2.flokkur – bikarmeistarar á trampólíni

2.flokkur – bikarmeistarar á trampólíni

A picture containing floor, indoor, sport

Description automatically generated
A picture containing person, ground, outdoor, posing

Description automatically generated

3. flokkur A