Þórsarar mættu Val í oddaleik í undanúrslitum Subway deildarinnar í gærkvöld. Leikurinn fór rólega af stað og ekki mátti má milli sjá hver hefði yfirhöndina þar til í 2. leikhluta að Valsarar náðu góðu forskoti. Seinni hálfleikur byrjaði illa fyrir okkar menn en í fjórða leikhluta áttu Þórsarar magnaða endurkomu og þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins þrjú stig. Það dugði þó ekki til og leikurinn endaði 102-95 Val í vil og eru Þórsarar því komnir í sumarfrí.
Jordan Semple kom inn á í örfáar mínútur í leiknum en var ekki í standi til að spila meira. Fotios Lampropoulos skoraði 30 stig og Vincent Shahid 29 stig.
Þórsarar hafa sýnt alveg magnaðan kraft og mikinn karakter en eftir brösuga byrjun í haust urðu endaskipti um áramótin sem endaði með frábærri frammistöðu þeirra í úrslitakeppninni. Þeir hafa sýnt það og sannað enn og aftur að Þór Þorlákshöfn er kominn til að vera.
Takk fyrir frábært tímabil og góða baráttu kæru leikmenn, þjálfarar og aðrir sem standa að því góða starfi sem unnið er í körfunni í UMF. Þór.