Vinnustofa listakonu í Gallerí undir stiganum

Björg Guðmundsdóttir hefur tímabundið flutt vinnustofuna sína í Gallerí undir stiganum. Hún lærði fata- og textílhönnun í Listaháskóla Íslands en hún hefur málað frá því hún man eftir sér. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar en einnig hefur Björg tekið þátt í samsýningum og listviðburðum af ýmsu tagi, meðal þeirra má nefna sviðs- og búningahönnun í Borgarleikhúsinu og samsýningar í Listasafni Reykjavíkur, einnig hefur hún unnið til verðlauna og viðurkenninga fyrir listsköpun sína.

Björg fluttist til Þorlákshafnar árið 2018 og hefur undanfarin ár verið að skoða aðferðir til að lýsa þeirri upplifun sem það var að flytja úr borgarlandslaginu í miðbæ Reykjavíkur og nær náttúrunni sem umkringir Þorlákshöfn, innsetningin sýnir svolítið það ferli sem Björg notar til að koma hugmyndum sínum á striga/pappír og verkin eru akríl- og vatnslitamyndir. Einnig má sjá mörg þau tæki og tól sem sem eru að finna á vinnustofu listamanna.

Listaverkin á sýningunni eru til sölu.

Sýningin opnar föstudaginn 5. maí kl. 12:00

Öll velkomin!