Líkt og undanfarin ár eru íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi hvattir til að taka til á lóðum sínum og jörðum. Fjarlægja skal hluti sem þeim tilheyra og eru utan lóðarmarka.

Sérstök hvatning er til fyrirtækja að snyrta vel í kringum sig.

Til að auðvelda íbúum í dreifbýlinu að losa sig við sorp hefur verið gert samkomulag við bæina Sunnuhvol og Efri-Grímslæk um það að íbúar í dreifbýli Ölfuss geta farið þangað

og losnað við almennt sorp og timbur í gáma sem verða staðsettir þar.

Munið að flokka ruslið!

Allir eru hvattir til að taka til hendinni þessa daga og tína laust rusl í kringum sig, gaman væri ef íbúar myndu líka hreinsa út fyrir sínar jarðir og lóðir, td. utan við og meðfram girðingum, vegum og gangstéttum þar sem það á við.

Vakin er athygli á opnunartíma gámasvæðisins í Þorlákshöfn:

Alla virka daga frá kl 13:00 – 18:00.

Laugardaga er opið frá 12:00 – 16:00.

Lokað er á sunnudögum.

Munið að flokka ruslið!

Athugið að timburstaurar mega ekki fylgja girðinganeti í járnagáminn!

Ef mikið er af járni, getur sveitarfélagið séð um að láta sækja járnið.

Ekki er heimilt að losa rusl annarstaðar en á gámasvæði!

Í kjölfar hreinsunarátaksins munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri. Einnig verða hlutir sem valdið geta skaða, mengun eða lýti á umhverfinu fjarlægðir. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti. Í þeim efnum er stuðst við reglugerðir nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs og 941/2002 um hollustuhætti.

Hreint land fagurt land!

Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri Sveitarfélagsins Ölfus,

david@olfus.is eða í síma 899-0011.