Ný sýning í galleríinu Undir stiganum

Á þriðjudaginn opnaði myndlistarkonan Sigurlín Grímsdóttir sýningu í galleríinu Undir Stiganum en það er staðsett í Bæjarbókasafni Ölfuss. Á sýningunni eru vatnslitamyndir en Sigurlín vinnur bæði með vatnsliti og olíumálningu. 

Hún sækir myndefnið úr umhverfinu og eru þau innblásin af íslenskri náttúru og daglegu lífi.

Sýningin stendur út nóvember og er opin á opnunartíma Bæjarbókasafnsins.