Nú þegar kosningum er lokið er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og rifja upp hina stórskemmtilegu Skammdegishátíð Þollóween sem fram fór í Þorlákshöfn dagana 28. október til 2. nóvember sl. Dagskráin var glæsileg að venju og viðburðir í boði fyrir alla aldurshópa.

Þollóween-nefndin eða Nornirnar eins og þær kalla sig hafa veg og vanda að öllum undirbúningi og umsjón hátíðarinnar. Hátíðin yrði hins vegar lítils virði ef ekki væri fyrir þátttöku bæjarbúa og annarra gesta sem fer fjölgandi með ári hverju. Nornirnar færa ykkur öllum sínar bestu þakkir fyrir að sækja alla þá viðburði sem í boði voru og dásamlegar móttökur.

En það er ekki sjálfgefið að halda slíka hátíð. Það krefst bæði mikillar vinnu en tekið skal fram að Nornirnar gefa alla sína vinnu. Það útheimtir einnig töluvert fjármagn. Nornirnar vilja hér með koma sínum bestu hjartans þökkum til eftirfarandi aðila sem hjálpuðu þeim að gera það kleift að halda hátíðina eins vel og raun bar vitni. Án góðra bakhjarla væri þetta ekki hægt.

Olís hf.
Flugger litir
SB Skiltagerð
Ölfusborg ehf.
First Water
Tannlæknastofa Petru
Sveitarfélagið Ölfus
Skálinn
Húsasmiðjan (sérstakar þakkir til Atla Reimars)
Þjónustumiðstöð Ölfuss
Snyrtistofa Steinunnar
Tan.is
Bifreiðaverkstæði Héðins
Partýbúðin
Body Shop
Happy Hydrate
Artasan
ION hotel
Hótel Örk
Icelandic Glacial
Lava Tunnel
H-Berg
Nailed it
Finnur Andrésson
Kiwanisklúbburinn Ölver

Einnig vilja þær þakka eiginmönnum, börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir alla hjálp og þolinmæði þessar 8 vikur sem þær voru uppteknar við að undirbúa, gera og græja fyrir hátíðina.

Nornirnar hlakka til að sjá ykkur öll á Þollóween 2025!