Kosning fór fram 25.nóvember – 9.desember 2024. Opið var á opnunartíma skrifstofu og einnig var kosið í Versölum samhliða Alþingiskosningum laugardaginn 30.nóv kl. 09:00-22:00.
Svarmöguleikar voru eftirfarandi:
- Já – Ég samþykki skipulagstillögurnar og þar með að fyrirtækið fái heimild til að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum
- Nei – Ég hafna skipulagstillögunum og þar með að fyrirtækinu verði ekki heimilað að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum
Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%.
Atkvæði féllu þannig:
Já sögðu 374 eða 28,5%, nei sögðu 924 eða 70,5&, auðir og ógildir voru 12 eða 1%.
Aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn voru því felldar.