Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn vill lýsa yfir stuðningi við kennara í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við teljum mikilvægt að kennarar fái sanngjörn kjör sem endurspegla það mikilvæga starf sem þeir sinna við að mennta og styðja börnin okkar í námi og þroska.
Jafnframt leggjum við áherslu á að sýna kennurum virðingu og meta starf þeirra að verðleikum. Öruggt og gott starfsumhverfi fyrir kennara skilar sér beint í betri skóla og aukinni velferð nemenda.
Við gerum okkur grein fyrir að kjaradeilur og verkfallsaðgerðir geta haft áhrif á skólastarf og nemendur, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Því vonumst við til að lausn finnist sem fyrst og hvetjum alla aðila til að leggja sig fram um að ná farsælli niðurstöðu.
Að lokum viljum við hvetja foreldra og forráðamenn til að ræða málið af yfirvegun og virðingu. Við hvetjum alla til að ræða málið á uppbyggilegan hátt og forðast að tala illa um kjarabaráttuna eða kennara barnanna okkar.
Fyrir hönd Foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn
Ingibjörg Lilja Pálsdóttir
Aníta Estíva Harðardóttir
Andrea Sól Ingibergsdóttir
Auður Rakel Georgsdóttir
Elísa Haukdal
Julia Guðrún Björnsdóttir
Rebekka Gottskálksdóttir
Svanhildur Ósk Guðmundsdóttir