Undanfarin ár hefur starf frjálsíþróttadeildar legið niðri þar sem ekki hefur fengist þjálfari. Nú hefur Rúnar Hjálmarsson, okkar fyrrverandi þjálfari og yfirþjálfari Frjálsíþróttaakademíu FSu tekið að sér sumarnámskeið fyrir deildina. Æfingar verða í júní og júlí, einu sinni í viku, í tveimur aldurshópum, klukkutíma í einu sem hér segir:

Frjálsíþróttavöllurinn í Þorlákshöfn á miðvikudögum.

Kl. 14-15: 6-10 ára (fædd 2015-2019)

Kl. 15-16: 11-15 ára (fædd 2010-2014)

Æfingar hefjast miðvikudaginn 4. júní og eru gjaldfrjálsar

Vonandi koma sem flestir krakkar til að prófa skemmtilegar hlaupagreinar, kastgreinar og stökkgreinar. Rúnari til aðstoðar verða fyrrverandi iðkendur úr Þór.

Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á völlinn.

Það er fjör í frjálsum!