Magnús Guðjónsson þekkja margir Þorlákshafnarbúar en hann starfaði meðal annars um árabil mikið með Björgunarsveitinni Mannbjörgu og var verkstjóri í fiskvinnslu. Hann hefur verið iðinn við að taka myndir við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Hafnarfréttir hafa undir höndum þúsundir mynda frá Magnúsi og koma til með að birta þær undir liðnum Gamalt og gott. Magnúsi eru færðar kærar þakkir fyrir þessar gersemar.
Fyrsti skammturinn er frá Þorrablóti árið 2006 sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni. Margir ættu að kannast við andlitin sem þarna birtast.
























































