Victor og Hugans skúmaskot í galleríinu Undir stiganum

Sýning eftir danska listamanninn Victor Moelgaard Steiness, opnaði í galleríinu Undir stiganum í dag.

Victor hefur alltaf haft gaman af því að teikna en byrjaði ekki á því að ráði fyrr en hann hóf störf hjá danska sjóhernum, þar gafst góður tími fyrir áhugamál á milli vakta. Hann hefur ekki fengið neina formlega kennslu í list eða teikningu og er því algjörlega sjálflærður.

Þetta er fyrsta opinbera sýning Victors en hingað til hafa verkin bara hangið á veggjum heimilis hans og unnustunnar og því mjög spennandi að fá Victor í galleríið. Verkin eru að mestu teiknuð með blekpenna.

Þyrnar eftir Victor Moelgaard Steiness